Grein birt í: Um tímaritið

Tímaritið Lögfræðingur

Tímaritið Lögfræðingur er gefið út af Þemis, félagi laganema við Háskólann á Akureyri. Fyrsta tölublað tímaritsins kom út haustið 2006 og síðan þá hefur útgáfa þess verið árlegur viðburður. Nafngift tímaritsins má rekja til samnefnds rits Eyfirðingsins Páls Briem sem var gefið út á árunum 1897-1901 og fjallaði um lögfræði, löggjafarmál og þjóðhagsfræði. Páll var mikilsvirtur lögfræðingur og hlaut meðal annars styrk úr landssjóði til rannsókna á íslenskum lögum árið 1885 að loknu laganámi við Hafnarháskóla árið áður. Hann gegndi embætti amtsmanns í norður og austuramti með aðsetur á Akureyri. Lögfræðingur var fyrsta tímaritið um lögfræði gefið út á Íslandi og var það ekki fyrr en árið 1947 að slík útgáfa höf göngu sína að nýju hér á landi, með tilkomu Úlfljóts tímarits laganema við Háskóla Íslands.

Lögfræðingur er ritrýnt fræðirit en ætlar sér, auk þess, á þessum nýja vettvangi að leggja lóð sín á vogarskálar vandaðrar þjóðfélagsumræðu með því að taka til umfjöllunar málefni sem snúa að löggjafarmálum og lögfræði, þar sem leitast verður við að fjalla um valin málefni með upplýstum hætti og skírskotar útgáfan nú þannig til efnistaka hins upphaflega Lögfræðings. Markmið útgáfunnar er að vera almenningi jafnt og lögfræðingum til gagns með aðgengilegri og vandaðri umfjöllun um málefni löggjafar, og lögfræði.

Lagadeild Háskólins á Akureyri hefur lagt áherslu á alþjóðlega og heimspekilega nálgun og hefur það endurspeglast í efnistökum Lögfræðings til þessa. Skilin milli innanríkismála og alþjóðamála verða stöðugt minni og býr tímaritið vel að þeim góðu tengslum sem háskólinn hefur við erlenda fræðimenn sem koma til kennslu við deildina.

Það er einlæg von okkar að útgáfa Lögfræðings eigi eftir að skipa sér fastari sess í flóru lögfræðirita með þessari nýju vefútgáfu.

 



Efnisyfirlit


Núverandi tölublað

Birgir Örn Guðmundsson:
Hverjir geta verið arfþegar að fyrirframgreiddum arfi?
Jón Steinar Gunnlaugsson:
Jón Steinar Gunnlaugsson um árin í Hæstarétti
Ólafur Ragnar Grímsson:
Our Ice-dependent World
Stefán Eiríksson:
Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og persónuvernd

Síðasta tölublað

Andrés Már Magnússon:
Vernd kjarasamninga, hver eru lágmarkskjör?
Ásdís Auðunsdóttir:
Frá ritstjóra
Bjarni Sigursteinsson:
Samræmist bann við skipulögðum glæpasamtökum gildandi mannéttindum á Íslandi?
Giorgio Baruchello:
The President of the Republic in the Italian Constitution
Hjördís Olga Guðbrandsdóttir:
Ávarp formanns Málfundafélags Þemis
Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir:
Störf Þemis síðastliðið ár
Skúli Magnússon:
Stjórnskipuleg staða þjóðaréttar að íslenskum lögum
Þorsteinn Hjaltason:
Samsömun

Fréttir

22.3.2015 Ritrýnireglur Lögfræðings 2015
28.1.2014 Stutt viðtal við Tim Ward - Q&A with Tim Ward
1.3.2013 Um tímaritið Lögfræðing


Lögfræðingur ©2023 - Ljósmynd í haus: Stefán Erlingsson - Vefsíðugerð: 800.is/DESIGN