Sindri Kristjánsson

Sindri Kristjánsson


Grein birt í: Lögfræðingur 2008

Ávarp formanns Þemis

Útgáfa Lögfræðings, þessa blaðs sem þú kæri lesandi heldur á, er tilkomin að frumkvæði okkar nemenda við lagaskor félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri. Án þess að fara frekar út í uppruna ritsins (en um hann má lesa í fyrsta tölublaði tímaritsins í ritstjórnarpistli Guðmundar Egils Erlendssonar) finnst mér vert að nefna að með þessari útgáfu leitumst við, sem sitjum hér á lagaskólabekk á Akureyri, til þess að aðstoða við að styrkja þessa ungu og efnilegu lagadeild í sessi. Með útgáfu sem þessari er það okkar markmið að sýna það og sanna enn frekar að hér á Akureyri er í boði laganám sem stenst fyllilega þær kröfur sem atvinnulífið gerir til lögfræðinga sem og þær væntingar sem fræðigreinin sjálf hefur til þeirra sem hana stunda.

Það verður ekki of oft sagt að laganám við Háskólann á Akureyri stendur nú á ákveðnum tímamótum. Við brautskráningarhátíð skólans nú í vor verða brautskráðir einstaklingar með M.L. gráðu í lögfræði. Vegna þess hversu ólík sú kennsla, sem Háskólinn á Akureyri býður upp á, er miðað við aðrar leiðir sem farnar eru í laganámi hér á landi hefur lögfræðiskor HA sætt töluverðri gagnrýni og verið mikið á vörum manna. Mikið af þessari gagnrýni er ósanngjörn að mínu mati því það var frá upphafi ætlun þeirra sem komu að stofnun skorarinnar að fara aðrar leiðir og tileinka sér aðrar aðferðir, en áður hafa þekkst hér á landi. Það verður því nú í vor og í sumar sem það mun koma í ljós hversu vel hefur verið staðið að verki hér í höfuðstað Norðurlands. Það er mín einlæga von og trú að þessir ágætu einstaklingar sem útskrifast munu í vor sýni það og sanni að hér er í boði heildstætt og samanburðarhæft laganám sem er í takt við þá þróun sem lögfræðikennsla hefur gengið í gegnum síðan í byrjun þessarar ungu aldar sem nú er kominn á níunda ár.

Á blaðsíðum tímaritsins má sjá afrakstur fjöldamargra einstaklinga, hvort sem það eru greinahöfundar, ritstjóri eða ritstjórnarfulltrúar. Sú vinna sem lögð er í þessa útgáfu er með hagsmuni Háskólans á Akureyri, þá sérstaklega lagadeildarinnar, að leiðarljósi. Sérstaða lagakennslu við Háskólann á Akureyri er kostur, ekki galli. 

 Efnisyfirlit


Núverandi tölublað

Birgir Örn Guðmundsson:
Hverjir geta verið arfþegar að fyrirframgreiddum arfi?
Jón Steinar Gunnlaugsson:
Jón Steinar Gunnlaugsson um árin í Hæstarétti
Ólafur Ragnar Grímsson:
Our Ice-dependent World
Stefán Eiríksson:
Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og persónuvernd

Síðasta tölublað

Andrés Már Magnússon:
Vernd kjarasamninga, hver eru lágmarkskjör?
Ásdís Auðunsdóttir:
Frá ritstjóra
Bjarni Sigursteinsson:
Samræmist bann við skipulögðum glæpasamtökum gildandi mannéttindum á Íslandi?
Giorgio Baruchello:
The President of the Republic in the Italian Constitution
Hjördís Olga Guðbrandsdóttir:
Ávarp formanns Málfundafélags Þemis
Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir:
Störf Þemis síðastliðið ár
Skúli Magnússon:
Stjórnskipuleg staða þjóðaréttar að íslenskum lögum
Þorsteinn Hjaltason:
Samsömun

Fréttir

22.3.2015 Ritrýnireglur Lögfræðings 2015
28.1.2014 Stutt viðtal við Tim Ward - Q&A with Tim Ward
1.3.2013 Um tímaritið Lögfræðing


Lögfræðingur ©2023 - Ljósmynd í haus: Stefán Erlingsson - Vefsíðugerð: 800.is/DESIGN