Hilmar Vilberg Gylfason

Hilmar Vilberg Gylfason


Grein birt í: Lögfræðingur 2008

Frá ritstjóra

Það er ánægjulegt að sjá 2. árgang Lögfræðings líta dagsins ljós enda má með þeim áfanga segja að tímaritið hafi verið fest í sessi. Til að byrja með er gert ráð fyrir að eitt tölublað verði látið duga ár hvert en komandi ritstjórnir munu síðan ákvarða frekari þróun ritsins. Það er þó von þeirra er nú standa að útgáfunni að Lögfræðingur verði í framtíðinni öflugt fræðirit í lögfræði, hið minnsta á landsvísu en það er þó ekki fjarlæg hugmynd að tímaritið eigi einnig erindi inn á borð erlendra fræðimanna jafnt sem innlendra. Með hverju árinu sem líður eykst til muna þekking íslenska lögfræðisamfélagsins á alþjóðalögum og hinum fjölbreytilegu erlendu réttarkerfum. Þekkingarleit út fyrir landsteinana og fjölbreytni í lögfræðikennslu á Íslandi mun því vonandi í nánustu framtíð gefa af sér öfluga fræðimenn á heimsvísu.

Á Íslandi starfa í dag átta háskólar sem er mikið fyrir 300.000 manna samfélag. Með aukinni áherslu á uppbyggingu framhaldsnáms innan þeirra hljóta að þurfa að koma til áherslubreytingar. Til að hægt sé að vinna mark- visst að uppbyggingu þarf að skilgreina betur hlutverk hvers skóla fyrir sig. Skoða á með jákvæðu hugarfari sameiningarkosti eða hið minnsta mjög aukna samvinnu með samkennslu um fjarfundabúnað, sameiginlegri gæðastjórnun og samvinnu í alþjóðasamstarfi. Það þarf einfaldlega að vinna að því hörðum höndum að menntun sem boðið er upp á í íslenskum háskólum verði sambærileg við bestu háskóla sem finna má erlendis.

Með von um að lesning Lögfræðings verði þér fróðleg. 

 Efnisyfirlit


Núverandi tölublað

Birgir Örn Guðmundsson:
Hverjir geta verið arfþegar að fyrirframgreiddum arfi?
Jón Steinar Gunnlaugsson:
Jón Steinar Gunnlaugsson um árin í Hæstarétti
Ólafur Ragnar Grímsson:
Our Ice-dependent World
Stefán Eiríksson:
Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og persónuvernd

Síðasta tölublað

Andrés Már Magnússon:
Vernd kjarasamninga, hver eru lágmarkskjör?
Ásdís Auðunsdóttir:
Frá ritstjóra
Bjarni Sigursteinsson:
Samræmist bann við skipulögðum glæpasamtökum gildandi mannéttindum á Íslandi?
Giorgio Baruchello:
The President of the Republic in the Italian Constitution
Hjördís Olga Guðbrandsdóttir:
Ávarp formanns Málfundafélags Þemis
Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir:
Störf Þemis síðastliðið ár
Skúli Magnússon:
Stjórnskipuleg staða þjóðaréttar að íslenskum lögum
Þorsteinn Hjaltason:
Samsömun

Fréttir

22.3.2015 Ritrýnireglur Lögfræðings 2015
28.1.2014 Stutt viðtal við Tim Ward - Q&A with Tim Ward
1.3.2013 Um tímaritið Lögfræðing


Lögfræðingur ©2023 - Ljósmynd í haus: Stefán Erlingsson - Vefsíðugerð: 800.is/DESIGN