Telders, alþjóðleg málflutningskeppni, sem haldin er ár hvert í Haag, fór fram dagana 26.-28. apríl síðasliðinn en tilefni þessa pistils, sem nú birtist í Lögfræðingi er það ánægjuefni að í fyrsta skipti átti lagadeild Háskólans á Akureyri fulltrúa í keppninni en þetta var jafnframt í fyrsta skipti sem lið frá Íslandi tekur þátt.
Í keppninni setja þátttakendur sig í spor lögmanna og flytja mál sitt fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag, en keppnin sjálf fer fram á bókasafni Friðarhallarinnar sjálfrar þar sem dómstóllinn er til húsa. Fyrir hvern þátttökuskóla eru fjórir þátttakendur, tveir sem koma fram sem sækjendur og tveir sem verjendur. Í ár fóru til keppni, frá Háskólanum á Akureyri, þau Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir og TianTian Zhang, sem komu fram sem sækjendur og Ölvir Karlsson og undirrituð, Hjördís Olga Guðbrandsdóttir, sem verjendur.
Lið Háskólans á Akureyri auk mótherja þeirra frá Hollandi
Snið keppninnar er með þeim hætti að í október er málið, sem fengist er við það árið opinberað keppendum og þá hefst vinna við ritun greinargerðar þar sem helstu rök fyrir hvorri hlið eru sett fram en hvert lið skilar inn tveimur greinargerðum, einni frá sækjendum og einni frá verjendum. Tímabilið frá október og til loka janúar fór í vinnslu greinargerðar, eftir það hófst undirbúningur fyrir munnlegan málflutning fyrir dómstólunum, sem líkt og áður segir fór fram í Haag.
Telderslið Háskólans á Akureyri við Friðarhöllina í Haag.
Ferlið var langt og á köflum mjög strangt, enda heilmikil vinna sem fer í þátttöku í keppni sem þessari, hvað þá þegar sinna þarf fullu námi auk annarra verkefna samhliða. Vinnan sem lögð var í þetta hefur þó borgað sig margfalt og við höfum lært svo ótrúlega margt að erfitt er að lýsa því. Reynslan er eitthvað sem mun fylgja okkur eftir inn í framtíðina og við munum án efa njóta góðs af og því hefur vinnan þessa 7 mánuðir marg borgað sig enda er þátttakan ákveðinn sigur fyrir okkur persónulega en ekki síður sigur fyrir litlu lagadeildina okkar, sem sendi fyrsta lið Íslands til keppni. Lagadeildin á auðvitað að hafa á stefnuskrá sinni að senda lið í keppni sem þessa árlega og það er einlæg von okkar að áframhald verði á þátttöku frá Háskólanum á Akureyri.
Ég ætla því að ljúka þessum pistli með áskorun á alla laganema við Háskólann á Akureyri að íhuga þátttöku á næsta ári. Við höfum nú fjóra nemendur og einn þjálfara sem hafa tekið þátt og farið út og geta miðlað af reynslu sinni. Það er engin bjartsýni í mér þegar ég segi að við eigum að geta, óhrædd, stefnt á topp 10-15 á næsta ári, svo kynnið ykkur málið.
Hjördís Olga Guðbrandsdóttir,
formaður málfundafélags Þemis og þátttakandi í Telders 2012
Birgir Örn Guðmundsson:
Hverjir geta verið arfþegar að fyrirframgreiddum arfi?
Jón Steinar Gunnlaugsson:
Jón Steinar Gunnlaugsson um árin í Hæstarétti
Ólafur Ragnar Grímsson:
Our Ice-dependent World
Stefán Eiríksson:
Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og persónuvernd
Andrés Már Magnússon:
Vernd kjarasamninga, hver eru lágmarkskjör?
Ásdís Auðunsdóttir:
Frá ritstjóra
Bjarni Sigursteinsson:
Samræmist bann við skipulögðum glæpasamtökum gildandi mannéttindum á Íslandi?
Giorgio Baruchello:
The President of the Republic in the Italian Constitution
Hjördís Olga Guðbrandsdóttir:
Ávarp formanns Málfundafélags Þemis
Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir:
Störf Þemis síðastliðið ár
Skúli Magnússon:
Stjórnskipuleg staða þjóðaréttar að íslenskum lögum
Þorsteinn Hjaltason:
Samsömun
22.3.2015 Ritrýnireglur Lögfræðings 2015
28.1.2014 Stutt viðtal við Tim Ward - Q&A with Tim Ward
1.3.2013 Um tímaritið Lögfræðing
Lögfræðingur ©2023 - Ljósmynd í haus: Stefán Erlingsson - Vefsíðugerð: 800.is/DESIGN