Það er mér mikill heiður að fá að fylgja 6. tölublaði Lögfræðings úr hlaði áður en ég læt af störfum sem formaður Þemis. Af því tilefni vil ég aðeins rifja upp störf stjórnar Þemis síðastliðið ár.
Miklar umbreytingar hafa orðið innan háskólasamfélagsins síðustu árin vegna niðurskurðar. Það hefur því verið eitt helsta verk Þemis að gæta hagsmuna stúdenta og koma í veg fyrir að niðurskurðurinn bitni á gæðum kennslunnar. Úttektarskýrsla menntamálaráðuneytisins á laganámi á Íslandi kom út í október 2011 en samkvæmt henni uppfyllir laganámið við Háskólann á Akureyri öll skilyrði til starfrækslu og samræmist alþjóðlegum viðmiðum um uppbyggingu námsleiða og ECTS eininga. Í úttektarskýrslunni kemur fram að ekki eru til nein sérstök viðmið um innihald íslensks laganáms. Vegna sérstöðu sinnar eykur laganámið við Háskólann á Akureyri möguleika fyrir stúdenta til að sækja frekara nám erlendis.
Stjórn Þemis hefur unnið hörðum höndum í allan vetur að hagsmunamálum stúdenta í lagadeild HA. Mikil vinna hefur verið unnin en samt er nokkuð í land og ýmis mál sem þarf að fylgja eftir.
Mikil uppbygging hefur verið í félagsstarfi Þemis og má þá helst nefna stofnun málfundafélagsins og lögfræðiráðgjafarinnar. Einnig var störfum fyrri stjórnar fylgt eftir og vann Þemis með yfirstjórn lagadeildarinnar að því að haldið var skjalagerðarnámskeið fyrir meistaranema sem Árni Pálsson hrl. hafði umsjón með og þótti það heppnast mjög vel. Vegna þess hversu vel til tókst með námskeiðið, hefur stjórn Þemis lagt það til við yfirstjórn lagadeildarinnar, að því verði komið inn í reglulegt nám meistaranema lagadeildar HA.
Með breytingum á lögum Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri [FSHA] sitja formenn deildarfélaganna nú í Framkvæmdaráði FSHA, sem fer með æðsta vald félagsins á milli aðalfunda. Með þessu fyrirkomulagi skapast vonandi betri heild og samstarf á milli deildarfélaganna og FSHA sem mun veita nýrri stjórn Þemis stuðning í þeirri vinnu sem framundan er.
Síðastliðinn vetur náðu fráfarandi formenn deildarfélaganna innan hug- og félagsvísindasviðs, því fram að hvert deildarfélag fyrir sig hefur sinn fulltrúa á deildaráðsfundi, auk þess sem formaður Þemis situr einnig deildarfundi lagadeildar og fræðasviðsfundi fyrir hönd laganema. Þannig hafa tækifæri stúdenta aukist, á fleiri en einum vettvangi, til að taka þátt og hafa áhrif á málefni og gæðaumbætur tengdum sínum deildum.
Með þessum orðum vil ég þakka öllum félögum Þemis og starfsfólki lagadeildarinnar fyrir samstarfið síðasta árið og óska nýrri stjórn velfarnaðar á komandi starfsári.
Birgir Örn Guðmundsson:
Hverjir geta verið arfþegar að fyrirframgreiddum arfi?
Jón Steinar Gunnlaugsson:
Jón Steinar Gunnlaugsson um árin í Hæstarétti
Ólafur Ragnar Grímsson:
Our Ice-dependent World
Stefán Eiríksson:
Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og persónuvernd
Andrés Már Magnússon:
Vernd kjarasamninga, hver eru lágmarkskjör?
Ásdís Auðunsdóttir:
Frá ritstjóra
Bjarni Sigursteinsson:
Samræmist bann við skipulögðum glæpasamtökum gildandi mannéttindum á Íslandi?
Giorgio Baruchello:
The President of the Republic in the Italian Constitution
Hjördís Olga Guðbrandsdóttir:
Ávarp formanns Málfundafélags Þemis
Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir:
Störf Þemis síðastliðið ár
Skúli Magnússon:
Stjórnskipuleg staða þjóðaréttar að íslenskum lögum
Þorsteinn Hjaltason:
Samsömun
22.3.2015 Ritrýnireglur Lögfræðings 2015
28.1.2014 Stutt viðtal við Tim Ward - Q&A with Tim Ward
1.3.2013 Um tímaritið Lögfræðing
Lögfræðingur ©2023 - Ljósmynd í haus: Stefán Erlingsson - Vefsíðugerð: 800.is/DESIGN