Þá er komið að því að fylgja tímaritinu Lögfræðingi úr hlaði í sjötta skipti. Að baki útgáfunni liggur mikil en skemmtileg vinna og er ekki laust við að litið er yfir farinn veg með stolti, nú þegar loksins er komið að útgáfudegi. Tímaritið er líkt og lagadeildin sem það fylgir ungt að árum, en þrátt fyrir það tók núverandi ritstjórn við blaðinu á sterkum grunni fyrri ritstjórna og litum við því á það sem okkar hlutverk að halda áfram afram þeirra góða starfi, og styrkja Lögfræðing í sessi sem fræðirit um lögfræðileg málefni. Blaðið í ár, líkt og fyrri ár, kemur víða við enda ætlað að höfða til fjölbreytts hóps lesenda. Útkoman er að okkar mati sérstaklega áhugaverð, og inniheldur að þessu sinni ritrýndar greinar, bæði reyndra fræðimanna og nýútskrifaðra lögfræðinga. Við erum afar stolt af útkomunni og þökkum við öllum þeim fræðimönnum sem lögðu til ritsins með skrifum sínum, kærlega fyrir. Auk þess vil ég fyrir hönd ritstjórnarinnar árið 2012 þakka öllum þeim sem komu að útgáfu blaðsins að þessu sinni, bæði með styrkjum og vinnu sinni. Stuðningur við útgáfur sem þessar eru sérstaklega mikilvægar því fræðasviði sem þær fylgja hverju sinni. Með þeim skapast ekki einungis vettvangur fyrir skoðanir og fræðiskrif reyndari menntamanna heldur einnig fyrir hina yngri og óreyndari sem vilja fá kost á að kynna hugmyndir sínar og blanda sér í fræðiumræður hinna eldri.
Að lokum óska ég nýkjörinni ritstjórn farsældar í komandi starfi.
Birgir Örn Guðmundsson:
Hverjir geta verið arfþegar að fyrirframgreiddum arfi?
Jón Steinar Gunnlaugsson:
Jón Steinar Gunnlaugsson um árin í Hæstarétti
Ólafur Ragnar Grímsson:
Our Ice-dependent World
Stefán Eiríksson:
Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og persónuvernd
Andrés Már Magnússon:
Vernd kjarasamninga, hver eru lágmarkskjör?
Ásdís Auðunsdóttir:
Frá ritstjóra
Bjarni Sigursteinsson:
Samræmist bann við skipulögðum glæpasamtökum gildandi mannéttindum á Íslandi?
Giorgio Baruchello:
The President of the Republic in the Italian Constitution
Hjördís Olga Guðbrandsdóttir:
Ávarp formanns Málfundafélags Þemis
Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir:
Störf Þemis síðastliðið ár
Skúli Magnússon:
Stjórnskipuleg staða þjóðaréttar að íslenskum lögum
Þorsteinn Hjaltason:
Samsömun
22.3.2015 Ritrýnireglur Lögfræðings 2015
28.1.2014 Stutt viðtal við Tim Ward - Q&A with Tim Ward
1.3.2013 Um tímaritið Lögfræðing
Lögfræðingur ©2023 - Ljósmynd í haus: Stefán Erlingsson - Vefsíðugerð: 800.is/DESIGN