Mér er sérstök ánægja að fylgja 5 ára afmælisútgáfu Lögfræðings úr hlaði.
Töluverðar umræður hafa átt sér stað nýverið um gæði laganáms á Íslandi. Mikilsmetnir lögmenn, dómarar og kennarar á sviði lögfræðinnar hafa látið sig málið varða, hver með sína skoðun.
Mikil undiralda hefur verið í umræðum í tengslum við lagakennslu í landinu síðan síðasta vor og hafa jafnvel fjölmiðlar blandað sér í umræðuna. Síðastliðinn vetur fór fram umfangsmikil úttekt á laganámi hér á landi. Fyrir henni stóð nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins sem samanstóð af innlendum og erlendum sérfræðingum. Á næstu dögum má vænta niðurstöðu úttektarinnar, þar sem má finna upplýsingar um stöðu lagadeildanna í heildrænu samhengi, og mun úttektin innihalda marktækan samanburð á framboði laganáms hérlendis. Hefur stjórn Þemis á árinu lagt sitt að mörkum við að bæta stöðu lagadeildar Háskólans á Akureyri, svo fátt eitt sé nefnt, með því að styrkja starfsnámsmöguleika nemenda með gerð starfsnámssamninga, skipulagningu námskeiðs í skjalagerð og öflugu kynningarstarfi á deildinni.
Lagadeild Háskólans á Akureyri var stofnuð árið 2003 og er hún á meðal yngstu lagadeilda á landinu. Á þeim stutta tíma sem hún hefur verið starfrækt hefur hún náð að festa sig vel í sessi og verið forsprakki í að bjóða upp á sérstætt laganám bæði hvað varðar fræðilega og faglega möguleika.
Þemis, félag laganema við Háskólann á Akureyri, varð sjálfstætt félag árið 2009. Viss áskorun var að koma félaginu af stað frá byrjunarreit, en nú tveimur árum síðar, stendur það vel að vígi. Þar hefur skipt sköpum að allir hafa lagst á eitt; stjórnendum er veitt ákveðið aðhald af nemendum, hagsmunir deildarinnar eru ofarlega í huga nemenda og kennarar og nemendur vinna allir að sama markmiði – að viðhalda góðu orðspori deildarinnar.
Á skólaárinu sem nú fer senn að ljúka hefur Þemis unnið hörðum höndum að hagsmuna- og kynningarstarfi lagadeildarinnar. Tel ég að tímarit líkt og Lögfræðingur sé tilvalin leið til að vinna að eflingu og kynningu á lagadeild Háskólans á Akureyri. Að því tilefni vil ég þakka ritstjórn Lögfræðings fyrir þá ómældu vinnu sem býr að baki útgáfu þessa tímarits, sem og hið óeigingjarna starf sem hún hefur unnið í þágu kynningar á lagadeild Háskólans á Akureyri.
Birgir Örn Guðmundsson:
Hverjir geta verið arfþegar að fyrirframgreiddum arfi?
Jón Steinar Gunnlaugsson:
Jón Steinar Gunnlaugsson um árin í Hæstarétti
Ólafur Ragnar Grímsson:
Our Ice-dependent World
Stefán Eiríksson:
Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og persónuvernd
Andrés Már Magnússon:
Vernd kjarasamninga, hver eru lágmarkskjör?
Ásdís Auðunsdóttir:
Frá ritstjóra
Bjarni Sigursteinsson:
Samræmist bann við skipulögðum glæpasamtökum gildandi mannéttindum á Íslandi?
Giorgio Baruchello:
The President of the Republic in the Italian Constitution
Hjördís Olga Guðbrandsdóttir:
Ávarp formanns Málfundafélags Þemis
Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir:
Störf Þemis síðastliðið ár
Skúli Magnússon:
Stjórnskipuleg staða þjóðaréttar að íslenskum lögum
Þorsteinn Hjaltason:
Samsömun
22.3.2015 Ritrýnireglur Lögfræðings 2015
28.1.2014 Stutt viðtal við Tim Ward - Q&A with Tim Ward
1.3.2013 Um tímaritið Lögfræðing
Lögfræðingur ©2023 - Ljósmynd í haus: Stefán Erlingsson - Vefsíðugerð: 800.is/DESIGN