Elín Sif Kjartansdóttir

Elín Sif Kjartansdóttir


Grein birt í: Lögfræðingur 2011

Frá ritstjóra

Í ár fagnar ritstjórn Lögfræðings fimm ára útgáfuafmæli tímaritsins og færir ykkur hér með 1. tbl. 5. árg. tímaritsins. Efni þess er að vanda fjölbreytt og að þessu sinni ekki aðeins einskorðað við fræðigreinar af hinum ýmsu sviðum lögfræðinnar, því einnig er í því að finna þrjá ritdóma þar sem fjallað er um rit gefin út af kennurum og notuð við kennslu innan lagadeildarinnar. Til að gefa innsýn í laganám við Háskólann á Akureyri, helstu einkenni þess og áherslur, verður birtur hluti af sjálfsmatskýrslu lagadeildarinnar sem skilað var inn til mennta- og menningarmálaráðuneytisins í febrúar 2010. Að lokum verður skyggnst inn í félagsstarf Þemis, félag laganema Háskólans á Akureyri.

Líkt og í síðasta ávarpi ritstjóra, skrifað vorið 2010, þá er það okkar einlæga von og einsett markmið að auka gæði tímaritsins og fjölbreytileika og jafnframt að gera það aðgengilegra með hjálp veraldarvefsins. Frá og með byrjun þessa árs eru öll eldri tímarit Lögfræðings aðgengileg á vefsíðu tímaritsins og mun það sama gilda um þetta tölublað. Einnig er vert að vekja athygli á því að Lögfræðingur er eina íslenska fræðiritið á sviði lögfræði sem dreift er án endurgjalds. Það gefst því öllum tækifæri til að verða sér úti um eintak.

Fyrir hönd ritstjórnar vil ég færa sérstakar þakkir til greinahöfunda, ritrýninefndar, styrktaraðila og til allra þeirra sem komu að vinnslu útgáfunnar. Ég vil einnig nota tækifærið og þakka Báru Brynjólfsdóttur og Svanhildi Ýr Sigþórsdóttur fyrir einstaklega gott samstarf yfir veturinn. Að lokum óska ég nýkjörinni ritstjórn farsældar í starfi. 

 

 Efnisyfirlit


Núverandi tölublað

Birgir Örn Guðmundsson:
Hverjir geta verið arfþegar að fyrirframgreiddum arfi?
Jón Steinar Gunnlaugsson:
Jón Steinar Gunnlaugsson um árin í Hæstarétti
Ólafur Ragnar Grímsson:
Our Ice-dependent World
Stefán Eiríksson:
Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og persónuvernd

Síðasta tölublað

Andrés Már Magnússon:
Vernd kjarasamninga, hver eru lágmarkskjör?
Ásdís Auðunsdóttir:
Frá ritstjóra
Bjarni Sigursteinsson:
Samræmist bann við skipulögðum glæpasamtökum gildandi mannéttindum á Íslandi?
Giorgio Baruchello:
The President of the Republic in the Italian Constitution
Hjördís Olga Guðbrandsdóttir:
Ávarp formanns Málfundafélags Þemis
Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir:
Störf Þemis síðastliðið ár
Skúli Magnússon:
Stjórnskipuleg staða þjóðaréttar að íslenskum lögum
Þorsteinn Hjaltason:
Samsömun

Fréttir

22.3.2015 Ritrýnireglur Lögfræðings 2015
28.1.2014 Stutt viðtal við Tim Ward - Q&A with Tim Ward
1.3.2013 Um tímaritið Lögfræðing


Lögfræðingur ©2021 - Ljósmynd í haus: Stefán Erlingsson - Vefsíðugerð: 800.is/DESIGN