Davíð Birkir Tryggvason

Davíð Birkir Tryggvason


Grein birt í: Lögfræðingur 2010

Ávarp formanns Þemis

Á tímum sem þessum, þegar þjóðfélagsumræðan snýst að svo miklu leyti um hrun íslensku bankanna, íslenska efnahagskerfisins, aðildarviðræður við Evrópusambandið og Icesave málið er ekki annað hægt en að líta yfir farinn veg. Við skulum þó ekki leiða hugann að ofangreindum málum, heldur staldra við og líta yfir stutta sögu náms og félagsstarfa í lögfræði við Háskólann á Akureyri. Fyrstu nemendur við lagadeild Háskólans á Akureyri hófu nám árið 2003 og fyrstu meistaranemarnir útskrifuðust árið 2008. Nemendafélagið Þemis var stofnað árið 2004 og nýt ég því þess heiðurs að vera sjötti formaður félagsins. Árið 2006 hóf félagið útgáfu tímaritsins Lögfræðingur og sýndi fram á þann metnað sem félagsmönnum var í blóð borinn. Ekki má heldur gleyma að tveimur árum síðar eða 2008 fór af stað nám í heimskautarétti við lagaskor Háskólans á Akureyri og útskrifuðust því fyrstu nemendurnir frá brautinni í vor. Það er óhætt að segja að skólinn sé brautryðjandi á þessu sviði og ég hvet lesendur til verða sér út um árbókina sem var gefin út á þeirra vegum.

Nemendafélagið Þemis var framan af undirfélag Kumpána, sem var þá nemendafélag félagsvísinda- og laganema. Á því var gerð breyting á aðalfundum félaganna um miðjan mars 2009. Félagsmenn Þemis kusu að slíta samstarfinu við Kumpána og reyna fyrir sér sem sjálfstætt félag. Við sem vorum kosin í stjórn félagsins gerðum okkur grein fyrir því frá upphafi að það yrði viss áskorun að koma félaginu af stað frá byrjunarreit. Það var því gert að aðalmarkmiði að tryggja fjárhagslegan stöðugleika félagsins fyrir þær stjórnir sem myndu fylgja í kjölfarið. Því markmiði hefur nú verið náð og stendur félagið traustum fótum fjárhagslega, miðað við umfang þess og fjölda félagsmanna. Það verður spennandi að fylgjast með framgangi félagsins eftir þetta fyrsta ár sitt á eigin fótum, og bendi áhugasömum á heimasíðu félagsins: http://themis.fsha.is.

Að lokum vil ég nota tækifærið og þakka ritstjórninni fyrir störf sín í þágu félagsins, en það hefur verið einstakur heiður að fá að koma að þessum fjórða árgangi tímaritsins. Það er von mín að lesendur hafi gagn og gaman af innihaldi þess.Efnisyfirlit


Núverandi tölublað

Birgir Örn Guðmundsson:
Hverjir geta verið arfþegar að fyrirframgreiddum arfi?
Jón Steinar Gunnlaugsson:
Jón Steinar Gunnlaugsson um árin í Hæstarétti
Ólafur Ragnar Grímsson:
Our Ice-dependent World
Stefán Eiríksson:
Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og persónuvernd

Síðasta tölublað

Andrés Már Magnússon:
Vernd kjarasamninga, hver eru lágmarkskjör?
Ásdís Auðunsdóttir:
Frá ritstjóra
Bjarni Sigursteinsson:
Samræmist bann við skipulögðum glæpasamtökum gildandi mannéttindum á Íslandi?
Giorgio Baruchello:
The President of the Republic in the Italian Constitution
Hjördís Olga Guðbrandsdóttir:
Ávarp formanns Málfundafélags Þemis
Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir:
Störf Þemis síðastliðið ár
Skúli Magnússon:
Stjórnskipuleg staða þjóðaréttar að íslenskum lögum
Þorsteinn Hjaltason:
Samsömun

Fréttir

22.3.2015 Ritrýnireglur Lögfræðings 2015
28.1.2014 Stutt viðtal við Tim Ward - Q&A with Tim Ward
1.3.2013 Um tímaritið Lögfræðing


Lögfræðingur ©2023 - Ljósmynd í haus: Stefán Erlingsson - Vefsíðugerð: 800.is/DESIGN