Það er gamall siður ritstjóra að byrja ávarp sitt á lýsa yfir þeirri gleði að nýjasta tölublaðið hafi litið dagsins ljós, en nákvæmlega þannig er því farið. Það er óneitanlega ánægjuleg tilfinning að taka fyrsta eintakið upp úr kassanum eftir að hafa fylgt þróun tölublaðsins allt frá upphafi til þess sem það er nú orðið. Efni útgáfunnar að þessu sinni er ekki afmarkaður þröngur bás heldur fara greinahöfundar víða í umfjöllun fræðanna eins og sjá má á efnisyfirliti tölublaðsins.
Tímaritið Lögfræðingur hefur dafnað frá haustinu 2006 og hefur frá og með þeim tíma verið mikilvægur hluti fræðistarfs lagadeildar Háskólans á Akureyri. Útgáfan er komin í nokkuð fastar skorður þó ávallt sé unnið að því að bæta útgáfuferlið, með þann leiðarvísir að gera tímaritið að öflugu fræðiriti. Stígið hefur verið það mikilvæga skref að formfesta ritrýniferli þar sem sérfræðingar á sínum sviðum leggja lóð á vogarskálarnar við að efla fræðilegan grunn tímaritsins. Af þeim sex greinum sem birtast í tímaritinu, eru fimm ritrýndar. Einnig hefur verið sett upp handhæg vefsíða, sem hefur að geyma helstu upplýsingar um tímaritið, bæði hvað varðar verklags- og ritrýnireglur (http://logfraedingur.unak.is). Með þessu framtaki er það einlæg von ritstjórnar Lögfræðings, að auka gæði tímaritsins og jafnframt gera það aðgengilegra með hjálp vefmiðilsins.
Fyrir hönd ritstjórnar vil ég þakka öllum þeim sem komu að vinnslu útgáfunnar. Sérstakar þakkir hljóta greinahöfundar, styrktaraðilar og ritrýninefnd. Ég vil einnig þakka ritstjórn fyrir farsælt og gott samstarf og óska öllum ofangreindum til hamingju með útkomuna. Vonandi er fjölbreytni tímaritsins slík að flestir lesendur geti fundið í því eitthvað sem vekur áhuga þeirra.
Birgir Örn Guðmundsson:
Hverjir geta verið arfþegar að fyrirframgreiddum arfi?
Jón Steinar Gunnlaugsson:
Jón Steinar Gunnlaugsson um árin í Hæstarétti
Ólafur Ragnar Grímsson:
Our Ice-dependent World
Stefán Eiríksson:
Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og persónuvernd
Andrés Már Magnússon:
Vernd kjarasamninga, hver eru lágmarkskjör?
Ásdís Auðunsdóttir:
Frá ritstjóra
Bjarni Sigursteinsson:
Samræmist bann við skipulögðum glæpasamtökum gildandi mannéttindum á Íslandi?
Giorgio Baruchello:
The President of the Republic in the Italian Constitution
Hjördís Olga Guðbrandsdóttir:
Ávarp formanns Málfundafélags Þemis
Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir:
Störf Þemis síðastliðið ár
Skúli Magnússon:
Stjórnskipuleg staða þjóðaréttar að íslenskum lögum
Þorsteinn Hjaltason:
Samsömun
22.3.2015 Ritrýnireglur Lögfræðings 2015
28.1.2014 Stutt viðtal við Tim Ward - Q&A with Tim Ward
1.3.2013 Um tímaritið Lögfræðing
Lögfræðingur ©2023 - Ljósmynd í haus: Stefán Erlingsson - Vefsíðugerð: 800.is/DESIGN