Mér er sönn ánægja að fylgja 3. árg. Lögfræðings úr hlaði, sérstaklega á þeim umbrotatímum sem nú eru.
Þjóðfélagsumræðan hefur undanfarið snúist að miklu leyti um allt það sem gengið hefur úr skorðum á liðnum misserum og er þar vissulega af nægu að taka þar sem efnahagshrunið og afleiðingar þess eru í fararbroddi um- ræðunnar. Nú hefur sýnt sig að aðhaldi var ábótavant á flestum vígstöðvum og gildir þá einu hvort um ræðir framkvæmdavaldið eða útrásarvíkingana. Íslendingar eru nú að súpa seyðið af því að aðhald og eftirlit brugðust og spyrja sig hverjum er um að kenna. Vissulega má þó velta fyrir sér hvort að- gerðarleysi þjóðarinnar geri ekki alla samseka og til hvaða aðgerða hefði þurft að grípa til að koma í veg fyrir hrunið.
Uppbygging þjóðfélagsins og ekki síst þjóðarstoltsins blasir nú við. Vanda þarf sérstaklega vel til allra verka við þær aðgerðir sem farið verður í til að byggja upp efnahagskerfið. Lögfræðingar gegna þar mikilvægu hlutverki enda sérfræðingar á mörgum þeirra sviða sem þarfnast vandlegrar end- urskoðunar í endurreisn efnahagslífsins. Við berum þó öll sameiginlega ábyrgð á því að vel takist til við uppbygginguna og jafnt íslenska þjóðin sem og erlendir aðilar endurheimti trú sína á þeim þáttum sem hér hafa brugðist.
Í skólastarfinu, líkt og í þjóðfélaginu sjálfu, er mikilvægt að allir leggist á eitt um að vel sé haldið á spöðunum hvort sem um ræðir innra starf skólans eða ásjónu hans út á við. Nemendur verða að veita stjórnendum aðhald og bregðast við þeim vanköntum sem kunna að vera á skólastarfinu og axla þannig ábyrgð á að gott starf sé unnið í hvívetna. Þannig leggja allir hönd á plóginn við að skólinn verðskuldi og viðhaldi sterku og góðu orðspori.
Útgáfa Lögfræðings er gott dæmi um hvernig nemendur hafa að eigin frumkvæði ráðist í að kynna lagadeildina, styrkja og efla orðspor skólans og auka hróður laganáms við Háskólann á Akureyri. Forsendur þess að tímarit-ið komi út eru styrkir frá fyrirtækjum en mörg fyrirtæki í landinu róa nú líf-róðurinn á móti storminum. Eljusemi ritstjórnar við útgáfu tímaritsins að þessu sinni er því einstök í ljósi efnahagsástandsins.
Að lokum vil ég þakka ritstjórn tímaritsins fyrir þá ómældu vinnu sem býr að baki þessu tímariti og ekki síst fyrir óeigingjarnt starf þeirra í þágu kynningar á lagadeild Háskólans á Akureyri.
Birgir Örn Guðmundsson:
Hverjir geta verið arfþegar að fyrirframgreiddum arfi?
Jón Steinar Gunnlaugsson:
Jón Steinar Gunnlaugsson um árin í Hæstarétti
Ólafur Ragnar Grímsson:
Our Ice-dependent World
Stefán Eiríksson:
Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og persónuvernd
Andrés Már Magnússon:
Vernd kjarasamninga, hver eru lágmarkskjör?
Ásdís Auðunsdóttir:
Frá ritstjóra
Bjarni Sigursteinsson:
Samræmist bann við skipulögðum glæpasamtökum gildandi mannéttindum á Íslandi?
Giorgio Baruchello:
The President of the Republic in the Italian Constitution
Hjördís Olga Guðbrandsdóttir:
Ávarp formanns Málfundafélags Þemis
Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir:
Störf Þemis síðastliðið ár
Skúli Magnússon:
Stjórnskipuleg staða þjóðaréttar að íslenskum lögum
Þorsteinn Hjaltason:
Samsömun
22.3.2015 Ritrýnireglur Lögfræðings 2015
28.1.2014 Stutt viðtal við Tim Ward - Q&A with Tim Ward
1.3.2013 Um tímaritið Lögfræðing
Lögfræðingur ©2023 - Ljósmynd í haus: Stefán Erlingsson - Vefsíðugerð: 800.is/DESIGN