Friðný Ósk Hermundardóttir

Friðný Ósk Hermundardóttir


Grein birt í: Lögfræðingur 2009

Frá ritstjóra

Það er með fögnuði sem stjórn Þemis, félags laganema við Háskólann á Akureyri, og ritstjórn Lögfræðings færir ykkur 1. tbl. 3. árg. tímaritsins. Deildin okkar er ekki gömul en hefur á þeim stutta tíma sem hún hefur verið starfrækt náð að festa sig í sessi og sanna gildi sitt. Á vormánuðum 2008 voru fyrstu nemarnir með M.L.-gráðu í lögfræði útskrifaðir frá skólanum. Á því tæpa ári sem liðið er frá útskrift þeirra hafa þeir sýnt það og sannað hversu vel laganemar frá háskólanum hér norðan heiða eru í stakk búnir að takast á við hin ýmsu verkefni að útskrift lokinni. Er það einlæg ósk okkar sem að þessari útgáfu komum að þeim farnist áfram vel í námi og starfi. Þess má þá jafnframt geta að haustið 2008 bættist við flóru lögfræðináms á Íslandi er nám til LL.M.- og M.A.-gráða í heimskautarétti hófst við skólann. Auk þess er boðið upp á diplómunám á bæði meistara- og bakkalárstigi í fræðunum. Það er því full ástæða til að segja að bjart sé yfir lagakennslu við Háskólann á Akureyri.

Í ritstjórn Lögfræðings þetta árið eru eingöngu konur. Þá er stjórn Þemis einnig að mestu skipuð konum. Það var m.a. af þessum sökum sem ákveðið var að beina sjónum að meginstefnu að stöðu kvenna, hlutverki þeirra og áhrifum innan lagaumhverfisins í útgáfunni. Því þótti vel við hæfi að útgáfudagur tímaritsins yrði 8. mars, Alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Í tímaritinu birtast þó einnig aðrar greinar er ekki tengjast ofangreindu efni.

Fyrir hönd ritstjórnar færi ég greinarhöfundum og öðrum þeim er komu að útgáfu tímaritsins bestu þakkir fyrir vel unnin störf. Þrátt fyrir erfitt árferði er ljóst að það er leikur einn að standa að útgáfu sem þessari þegar allir leggjast á eitt og láta hendur standa fram úr ermum.

 Efnisyfirlit


Núverandi tölublað

Birgir Örn Guðmundsson:
Hverjir geta verið arfþegar að fyrirframgreiddum arfi?
Jón Steinar Gunnlaugsson:
Jón Steinar Gunnlaugsson um árin í Hæstarétti
Ólafur Ragnar Grímsson:
Our Ice-dependent World
Stefán Eiríksson:
Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og persónuvernd

Síðasta tölublað

Andrés Már Magnússon:
Vernd kjarasamninga, hver eru lágmarkskjör?
Ásdís Auðunsdóttir:
Frá ritstjóra
Bjarni Sigursteinsson:
Samræmist bann við skipulögðum glæpasamtökum gildandi mannéttindum á Íslandi?
Giorgio Baruchello:
The President of the Republic in the Italian Constitution
Hjördís Olga Guðbrandsdóttir:
Ávarp formanns Málfundafélags Þemis
Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir:
Störf Þemis síðastliðið ár
Skúli Magnússon:
Stjórnskipuleg staða þjóðaréttar að íslenskum lögum
Þorsteinn Hjaltason:
Samsömun

Fréttir

22.3.2015 Ritrýnireglur Lögfræðings 2015
28.1.2014 Stutt viðtal við Tim Ward - Q&A with Tim Ward
1.3.2013 Um tímaritið Lögfræðing


Lögfræðingur ©2023 - Ljósmynd í haus: Stefán Erlingsson - Vefsíðugerð: 800.is/DESIGN