Vigdís Ósk Sveinsdóttir

Vigdís Ósk Sveinsdóttir


Grein birt í: Lögfræðingur 2006

Formaður: Ávarp formanns Þemis

Háskólinn á Akureyri er stofnun á sviði vísinda og fræða sem leggur stund á kennslu og rannsóknir á þeim fræðasviðum deilda sem kenndar eru við háskólann. Þetta er stærsti háskólinn á landsbyggðinni með sterk tengsl við atvinnulífið og ýmsar stofnanir í þjóðfélaginu, fjölbreytt námsframboð og fjarkennslu.

Nemendafjöldi við skólann er í kringum 1400 manns og er athyglisvert að benda á það að langstærsti hluti nemenda sem stundar nám í lögfræði, til B.A. prófs og meistaranáms í lögfræði, koma hvaðanæva af landsbyggðinni en ekki einungis úr Eyjafirðinum.

Þemis, nemendafélag laganema, er ungt nemendafélag einungis þriggja ára gamalt, enda stutt síðan félagsvísinda- og lagadeildin var stofnuð. Þrátt fyrir þetta, er félagið framsækið og stefnir að stórum sigrum í framtíðinni. Við, sem tókum við stjórninni skólaárið 2006-2007, höfum einbeitt okkur að hagsmunagæslu laganema og stefnum öll að sama markmiði – að koma félaginu og starfsemi þess og því laganámi sem kennt er hér við HA upp á miklu hærra plan. En hvernig förum við að því, nú þegar fjárútlát til skólans eru með þeim minnstu sem fyrirfinnast á meðal hinna íslensku ríkisreknu menntastofnana? Við, ákváðum að láta þriggja ára gamlan draum rætast – við stofnuðum ritstjórn og gáfum út fræðilegt tímarit á sviði lögfræði.

Það er einfalt að fá góðar hugmyndir en að útfæra þær og framkvæma er hins vegar ef til vill ekki auðveldasta verkið. Burtséð frá því öfluga námsframboði sem í boði er hér við Háskólann á Akureyri, státar skólinn sig líka af efnilegum og frambærilegum einstaklingum sem fá tækifæri til þess að ,,hugsa út fyrir kassann” og framkvæma þær hugmyndir sem þeim dettur í hug með stuðningi skólans. Lögfræðin er hér engin undantekning. Oft höfum við rætt það hér í stjórn Þemis, hvað við eigum mikið af hörkuduglegum laganemum sem einn daginn eiga eftir að gera góða hluti og svo miklu meira en það. Nú styttist óðum í kosningar til Alþingis og frambjóðendur lofa öllu fögru. Kosningarnar verða ekki flokkakosningar heldur kosningar um málefni. Stúdentar við Háskólann á Akureyri munu kjósa hvern þann sem þeir telja að þeir geta treyst og muni standa við gefin loforð um aukin fjárútlát til háskólans.

Loksins sér nú fyrir endann á þeirri vinnu sem við höfum staðið í síðan í byrjun haustannar og tímaritið er komið út. Í lokin vil ég nota tækifærið og þakka þeim aðilum sem gáfu sér tíma til þess að rita greinar í tímaritið okkar. Jafnframt vil ég þakka ritstjórninni fyrir vel unnin störf og sérstaklega vil ég þakka stjórnarmeðlimum Þemis fyrir óeigingjarnt starf í þágu laganema við Háskólann á Akureyri.

,,The price of greatness is responsibility.”
- Sir Winston Churchill -

Vigdís Ósk Sveinsdóttir
Formaður Þemis, nemendafélags laganema við HA

 



Efnisyfirlit


Núverandi tölublað

Birgir Örn Guðmundsson:
Hverjir geta verið arfþegar að fyrirframgreiddum arfi?
Jón Steinar Gunnlaugsson:
Jón Steinar Gunnlaugsson um árin í Hæstarétti
Ólafur Ragnar Grímsson:
Our Ice-dependent World
Stefán Eiríksson:
Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og persónuvernd

Síðasta tölublað

Andrés Már Magnússon:
Vernd kjarasamninga, hver eru lágmarkskjör?
Ásdís Auðunsdóttir:
Frá ritstjóra
Bjarni Sigursteinsson:
Samræmist bann við skipulögðum glæpasamtökum gildandi mannéttindum á Íslandi?
Giorgio Baruchello:
The President of the Republic in the Italian Constitution
Hjördís Olga Guðbrandsdóttir:
Ávarp formanns Málfundafélags Þemis
Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir:
Störf Þemis síðastliðið ár
Skúli Magnússon:
Stjórnskipuleg staða þjóðaréttar að íslenskum lögum
Þorsteinn Hjaltason:
Samsömun

Fréttir

22.3.2015 Ritrýnireglur Lögfræðings 2015
28.1.2014 Stutt viðtal við Tim Ward - Q&A with Tim Ward
1.3.2013 Um tímaritið Lögfræðing


Lögfræðingur ©2023 - Ljósmynd í haus: Stefán Erlingsson - Vefsíðugerð: 800.is/DESIGN