Guðmundur Egill Erlendsson

Guðmundur Egill Erlendsson


Grein birt í: Lögfræðingur 2006

Ritstjóri: Fylgt úr hlaði

Fæðingar, mér er tjáð, að fátt sé erfiðara en að standa í viðlíka leikfimi. Tímaritið Lögfræðingur lítur hér ljós í fyrsta skipti & þrátt fyrir að meðgangan sem slík hafi tekið þessi 3 ár rífleg, er biðin alltaf þess virði þegar barnið loks kemur.

Síðan að laganám hófst við Háskólann á Akureyri í nýstofnaðri Félagsvísinda- & lagadeild árið 2003 hefur þessi hugmynd verið í mótun & núna loks holdgaðist hún. Eftir miklar bollalengingar var afráðið að nefna ritið Lögfræðing eftir samnefndu riti Páls Briem sem gefið var úr á árunum 1897-1901. Páll var fæddur á Espihóli í Eyjafirði 19. október 1856, lauk lögfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1884, var bæjarfulltrúi á Akureyri & síðar kosinn á þing en lést 1904 áður en það kom saman.

Það er því á gömlum merg sem að ný deild laganáms ætlar sér að byggja þetta tímarit á, nýjar umræður undir gömlu nafni.

Nálgunin í laganámi við Háskólann á Akureyri er fyrir marga hluti nýstárleg & vert er að minnast þess sem Eiríkur Tómasson sagði þegar hann bar saman HÍ & HA á lögfræðitorgi, vildi hann meina að við værum að gera þetta frá ‘öfugum enda’. Átti hann reyndar við að HA væri að nálgast lögfræði öfugt við HÍ þar sem að kjarnagreinar íslenskrar lögfræði væru ekki jafn fyrirferðamiklar á fyrstu árum námsins hér líkt & sunnan heiða.

Persónulega er ég hrifnari að þeirri nálgun sem við höfum verið að taka hér í HA, eðlilega hvar ég er nú nemandi við skólann hér. En það sem heillar mig mest er jú að geta kynnt mér utanaðkomandi áhrif fyrst & síðar við nám í innlendum kjarnagreinum vegið & metið þær með tilliti til hinna. Ég er ekki frá því að með viðlíka aðferðum sé verið að bjóða upp á nám hvar nemendurnir eru víðsýnni en ella, án þess þó að bera mönnum sem útskrifast hafa sem lögfræðingar úr HÍ það á brýn að vera þröngsýnir.

Merkileg fannst mér líka tengingin á því að vefa saman lögfræði & félagsvísindum, enda vart meira félagslega mikilvægt & lög, þó svo að enn vefjist fyrir mönnum eiginleg skilgreining á því hvað lög eru. Eða ‘what is law?’ Eins & meistari Pierluigi mátti vart mæla á sínum tíma, eða mátti hann mæla & við vart skilja, en samnemandi okkar Jóna Benný Kristjánsdóttir kemur að þessum málum síðar í ritinu.
Fleiri sem skrifa eru Húni Hallsson, laganemi, Dr. Timothy Murphy, Hermann Karlsson Varðstjóri, Valtýr Sigurðsson forstjóri Fangelsismálastofnunar Hilmar Vilberg Gylfason & Margrét Steinarsdóttir Lögfræðingur Alþjóðahúss.

Þetta blað sem nú kemur út hefði aldreigi geta orðið til ef ekki hefði verið fyrir óeigingjarnt starf hóps laganema sem lagt hefur nótt við dag í vinnu sem enginn einn hefði getað innt af hendi, þar ber hæst hlutur Örlygs Hnefils Örlygssonar. Það er því með auðmýkt sem ritstjóri þakkar öllum sem lagt hafa hönd á plóginn fyrir frábært starf, án alls þessa fólks hefði afkvæmið aldrei dagsins ljós litið.

Guðmundur Egill Erlendsson
​Ritstjóri

 



Efnisyfirlit


Núverandi tölublað

Birgir Örn Guðmundsson:
Hverjir geta verið arfþegar að fyrirframgreiddum arfi?
Jón Steinar Gunnlaugsson:
Jón Steinar Gunnlaugsson um árin í Hæstarétti
Ólafur Ragnar Grímsson:
Our Ice-dependent World
Stefán Eiríksson:
Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og persónuvernd

Síðasta tölublað

Andrés Már Magnússon:
Vernd kjarasamninga, hver eru lágmarkskjör?
Ásdís Auðunsdóttir:
Frá ritstjóra
Bjarni Sigursteinsson:
Samræmist bann við skipulögðum glæpasamtökum gildandi mannéttindum á Íslandi?
Giorgio Baruchello:
The President of the Republic in the Italian Constitution
Hjördís Olga Guðbrandsdóttir:
Ávarp formanns Málfundafélags Þemis
Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir:
Störf Þemis síðastliðið ár
Skúli Magnússon:
Stjórnskipuleg staða þjóðaréttar að íslenskum lögum
Þorsteinn Hjaltason:
Samsömun

Fréttir

22.3.2015 Ritrýnireglur Lögfræðings 2015
28.1.2014 Stutt viðtal við Tim Ward - Q&A with Tim Ward
1.3.2013 Um tímaritið Lögfræðing


Lögfræðingur ©2023 - Ljósmynd í haus: Stefán Erlingsson - Vefsíðugerð: 800.is/DESIGN