Tryggvi Hallgrímsson

Tryggvi Hallgrímsson



Klám og ofbeldi - Hvernig kemur það körlum við?




Starfshópur um karla og jafnrétti, sem skipaður var af velferðarráðherra til að fjalla um hlut karla í jafnréttismálum hefur nú skilað skýrslu til ráðherra með fimmtán tillögum að sérstökum aðgerðum, rannsóknum og verkefnum. Vinna starfshópsins er liður í áætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum fyrir árin 2011–2014.

Um verkefni starfshópsins segir að hann skuli gera tillögur um hvernig auka megi þátttöku karla í umræðu um jafnréttismál og auka aðild karla að jafnréttisstarfi. Það skuli meðal annars gert með umfjöllun um kynskipt náms- og starfsval, þátttöku karla í verkefnum fjölskyldunnar, áhrif staðalmynda á stöðu karla í íslensku samfélagi og tengslin milli heilsu, heilbrigðis og kynjasjónarmiða.

Í erindi sínu á lögfræðitorgi fjallaði Tryggvi Hallgrímsson félagsfræðingur og sérfræðingur á Jafnréttisstofu um tvö sérstök áherslusvið starfshópsins: Annarsvegar klám og vændi, hinsvegar ofbeldi og ofbeldismenningu. Umræðan tekur mið af stöðu þessara málaflokka í dag og tillagna starfshópsins um aðgerðir, verkefni og þörf fyrir rannsóknir.



Efnisyfirlit


Núverandi tölublað

Birgir Örn Guðmundsson:
Hverjir geta verið arfþegar að fyrirframgreiddum arfi?
Jón Steinar Gunnlaugsson:
Jón Steinar Gunnlaugsson um árin í Hæstarétti
Ólafur Ragnar Grímsson:
Our Ice-dependent World
Stefán Eiríksson:
Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og persónuvernd

Síðasta tölublað

Andrés Már Magnússon:
Vernd kjarasamninga, hver eru lágmarkskjör?
Ásdís Auðunsdóttir:
Frá ritstjóra
Bjarni Sigursteinsson:
Samræmist bann við skipulögðum glæpasamtökum gildandi mannéttindum á Íslandi?
Giorgio Baruchello:
The President of the Republic in the Italian Constitution
Hjördís Olga Guðbrandsdóttir:
Ávarp formanns Málfundafélags Þemis
Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir:
Störf Þemis síðastliðið ár
Skúli Magnússon:
Stjórnskipuleg staða þjóðaréttar að íslenskum lögum
Þorsteinn Hjaltason:
Samsömun

Fréttir

22.3.2015 Ritrýnireglur Lögfræðings 2015
28.1.2014 Stutt viðtal við Tim Ward - Q&A with Tim Ward
1.3.2013 Um tímaritið Lögfræðing


Lögfræðingur ©2023 - Ljósmynd í haus: Stefán Erlingsson - Vefsíðugerð: 800.is/DESIGN