Stutt viðtal við Tim Ward - Q&A with Tim Ward

28.1.2014 - Jón Fannar Ólafsson skrifar...

Í tilefni þess að ár er liðið frá því að dómur var kveðinn upp í ICESAVE málinu fyrir EFTA-dómstólnum þá birtum við hér stutt viðtal sem Lögfræðingur tók við Tim Ward, lögmann Íslands í ICESAVE málinu fyrir EFTA-dómstólnum sem svo eftirminnilega endaði á jákvæðan máta.  

Tim Ward er lögmaður hjá Monckton Chambers í London og er sérfræðingur í Evrópurétti, samkeppnisrétti og opinberu réttarfari. Hann var valinn lögmaður ársins að mati vefsíðunnar The Lawyer fyrir árið 2013 vegna starfa sinna fyrir Ísland í ICESAVE málinu. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, sagði að Tim Ward væri besti lögmaður Bretlandseyja og þess vegna hafi hann orðið fyrir valinu. Það erfitt að rengja orð Össurar, sérstaklega miðað við frammistöðu Tim Wards í málflutningnum fyrir EFTA-dómstólnum, og er Ísland í ævinlegri þakkarskuld við Tim Ward fyrir störf hans í ICESAVE málinu.

Við hjá Lögfræðingi þökkum Tim Ward fyrir að gefa sér tíma til að svara spurningum okkar og erum ánægðir með að birta svör hans við þeim á heimasíðu okkar á þessum merkisdegi.

Enska útgáfu viðtalsins má finna neðar á síðunni.

English version below. 

Sp: Fylgdist þú með almennum umræðum um ICESAVE áður en þú tókst vörn Íslands að þér?

Sv: Sem ríkisborgari Bretlands þá var mér vel kunnugt um bankahrunið á Íslandi en var sem betur fer ekki innistæðueigandi í ICESAVE! Ákvörðun ríkisstjórnar Bretlands að útvega endurgreiðslur fyrir innistæðueigendur sem og þjóðaratkvæðargreiðslurnar um ICESAVE voru einnig stórfréttir í Bretlandi.

Sp: Hvernig kom það til að haft var samband við þig vegna ICESAVE málsins gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum?

Sv: Ég varð fyrst viðriðinn ICESAVE málið þegar ég hitti íslenska lögfræðihópinn í London í byrjun janúar 2012. Ég held að þeir hafi tekið viðtöl við allnokkra aðila fyrir hugsanlegt hlutverk í málflutningshópnum og ég var svo lánsamur að fá starfið. Þetta var byrjunin á heilu ári af erfiðisvinnu.

Sp: Hvernig var undirbúningi fyrir málsvörnina háttað, almennt séð?

Sv: Undirbúningur málsvarnarinnar var samvinna málsvarnarliðsins, með mörgum símafundum og fundum á Íslandi. Þó að ég hafi verið meðvitaður um meginatriði ICESAVE deilunnar, þá þekkti ég ekki til smáatriða. Við vorum heppin að hafa í lögfræðihópnum nokkra íslenska lögmenn sem höfðu verið viðriðnir mál er vörðuðu bankahrunið og þeir sáu til þess að við kynntum gögn málsins fyrir dómstólnum á sem hagstæðastan máta. Við unnum svo að því saman að móta lagalegar röksemdir á þann hátt sem við töldum bestan til að sannfæra dóminn. Við hlustuðum einnig vandlega á skoðanir Utanríkismálanefndarinnar og aðra hagsmunaaðila. Eitt óvenjulegt einkenni málsins frá mínu sjónarhorni var sá mikli áhugi sem fjölmiðlar sýndu málarekstrinum, ekki eingöngu varðandi útkomu málsins, heldur einnig á millistigum þess. Ég var mjög feginn að hafa jákvæða sögu að segja á degi dómskvaðningar.

Sp: Kom það þér á óvart að EFTA-dómstóllinn notaði málsvörn ykkar á annan hátt en lagt var upp með?

Sv: Það er aldrei hægt að vita fyrirfram hvaða punktar málsvarnar vekja athygli dómstóla, en ég var ánægður með að niðurstaða dómsins endurspeglaði að stórum hluta þann rökstuðning sem við höfðum lagt fram í vörninni og munnlegum málflutningi.

Sp: Er það þín skoðun að Evrópusambandið hafi verið að setja pólitískan þrýsting á EFTA-dómstólinn með því að gerast milligönguaðili að málinu?

Sv: Ég hef enga skoðun á því afhverju Evrópuráðið ákvað að skipta sér af málinu. Ég held að það hafi ekki haft nein áhrif á útkomuna.

Sp: Hver er þín skoðun á þeirri málsmeðferð sem EFTA-dómstóllinn viðhafði í þessu máli? Má segja að dómurinn hafi verið ósamkvæmur sjálfum sér með því að telja sig bundinn af kröfum og forsendum gagnaðila en leita jafnframt röksemda fyrir niðurstöðu sinni annars staðar?

Sv: Ég var að sjálfsögðu mjög ánægður með dómsniðurstöðuna og mér fannst allt ferlið fyrir EFTA-dómstólnum einkar ánægjulegt. Það kom mér á óvart hve harkalegar þær spurningar sem lagðar voru fyrir okkur í réttarhöldunum voru.  

Sp: Hver er skoðun þín á dómi Evrópudómstólsins í máli Hogan & others v. the Minister for Social and Family Affairs, Ireland, þar sem Ríkisstjórn Írlands var gerð ábyrg fyrir því að borga starfsmönnum gjaldþrota írsks fyrirtækis lífeyrissparnað þeirra (eða hluta af honum) sem fyrirtækið skuldaði starfsmönnum sínum (C-398/11, 25. apríl 2013)? Eru þessi mál sambærileg? Ef svo er, hver er þín skoðun á niðurstöðu Evrópudómstólsins? Hvað þýðir þetta fyrir niðurstöðu EFTA-dómstólsins í ICESAVE málinu?

Sv: Hogan málið varðar náttúrulega aðra tilskipun. Ákvæðið sem hér um ræðir krefur ríki um að „tryggja að nauðsynlegar ráðstafanir séu teknar til að vernda hagsmuni starfsmanna“. Ég held að það sé ekki hægt að draga neinar ályktanir með algerri vissu um hvernig Evrópudómstóllinn myndi nálgast viðfangsefni ICESAVE málsins. Ef Evrópudómstóllinn yrði einhvern tímann beðinn um að íhuga skyldur ríkis gagnvart tilskipuninni um tryggingu innistæðueigenda þá grunar mig að ICESAVE dómurinn muni spila stórt hlutverk í niðurstöðu dómstólsins, og það myndi ekki koma mér á óvart ef Evrópuráðið héldi því fram að röng niðurstaða hafi fengist í ICESAVE málinu. 

Spurningar voru samdar af Melkorku Mjöll Kristinsdóttur, fyrrum aðstoðarristjóra Lögfræðings, Jóni Fannari Ólafssyni, ritstjóra Lögfræðings og Hjalta Ómari Ágústssyni, laganema á meistarastigi við Háskólann á Akureyri með sérstakri hjálp frá Pétri Dam Leifssyni, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. 

English version:

To commemorate that a year has passed since the EFTA court passed a judgment in the ICESAVE case where Iceland‘s defence was declared successful, we at Lögfræðingur publish here below a short interview with Tim Ward, one of the lawyers in Iceland‘s defence team before the EFTA court.

Tim Ward is a barrister at Monckton Chambers in London and he is a litigator and advocate in the fields of EU law, competition, and public law. He was awarded with “Lawyer of the Year” award by the website The Lawyer for the year 2013 which is directly contributed to his success in his defence before the EFTA court in the ICESAVE case. Iceland’s former foreign minister, Össur Skarphéðinsson, once said that Tim Ward was the best lawyer in Britain and that was the reason he was chosen for the job of defending Iceland. Considering the outcome of the case, it is hard to be sceptic about Össur’s belief in Tim Ward’s competence. Iceland will be, without a doubt, forever grateful for Tim’s performance in the defence.

We at Lögfræðingur want to thank Tim Ward for his co-operation and for finding the time to answer our questions. We are very happy to publish his answers on our homepage on the one year anniversary of the positive judgment of the EFTA court in the ICESAVE case. 

Q: Did you follow general discussions about the ICESAVE case in Iceland before the preparation of the defence?

A: As a UK national, I was well aware of the Icelandic banking crisis, but thankfully was not a depositor in Icesave!  The decision of the UK Government to provide compensation to depositors, and the ICESAVE referenda were also major news stories in the UK.

Q: How did you come to be contacted regarding the ICESAVE case against Iceland for the EFTA court?

A: I became involved in the ICESAVE case when I met members of the Icelandic Government’s team in London at the beginning of January 2012.  I believe they interviewed a number of people for a possible role in the team and I was fortunate enough to get the job.  That was the beginning of a year of hard work.

Q: What were your preparations for the defence, generally speaking?

A: Preparation of the Defence was a team effort, with many conference calls and a series of meetings in Iceland.  Although I was aware of the outline of the ICESAVE dispute, I was not familiar with the detail.   We were lucky enough to have on the team a number of Icelandic lawyers who had been involved at the time of the crisis and who could help make sure we presented the facts to the Court in the most favourable way. We then worked together to shape the legal arguments in a way that we hoped would persuade the Court.  We also listened carefully to the views of the Foreign Affairs Committee and other interested parties.  One unusual feature of the case from my perspective was the level of press interest, not just in the outcome, but also in the intermediate stages.  I was very glad to have a positive story to tell on the day of the judgment.

Q: Did it surprise you that the EFTA court used your defence in the ruling in a different way from what was set out?

A: It is never possible to be sure which points will attract a Court, but I was pleased that much of the judgment reflected the arguments we had advanced in our Defence and at the oral hearing.

Q: Do you think that the European Union was trying to put a political pressure on the EFTA court by becoming a mediator to the case?

A: I have no view about why the European Commission decided to intervene in the case.   I do not believe it made any difference to the outcome.

Q: What is your opinion on the judicial process of the EFTA court in this case, for example its reasoning that the court thought it was bound by the claims and grounds of the opposing parties of the case despite looking outside those frames to look for arguments supporting their decision?

A: I was of course very pleased with the Judgment, and found the whole process of pleading and appearing before the EFTA Court to be highly enjoyable.  I was struck by the rigour of the questions asked in the course of the hearing.

Q: What is your opinion on the judgment of the Court of Justice of the European Union in the case of Hogan & others v. the Minister for Social and Family Affairs, Ireland, where the Government of Ireland was made responsible for paying employees of an bankrupt Irish company their pension (or a proportion of it) that the company owed its employees (C-398/11, 25 April 2013). Are those cases similar? If so, what are your thoughts about the conclusion of the Court of Justice of the European Union? What does this mean for the decision of the EFTA court in the ICESAVE case?

A: The Hogan case is of course concerned with a very different Directive.  The provision in question required the State to  “ensure that necessary measures are taken to protect the interests of employees”.  I do not think you can draw any conclusion with confidence about how the CJEU would approach the issue raised in the ICESAVE case.   If the CJEU is ever asked to consider the obligations upon the State under the Deposit Guarantee Directive I would expect the ICESAVE judgment to play a major part in its thinking, and would not be surprised to see the Commission argue that it was wrongly decided. 

These questions were composed by Melkorka Mjöll Kristinsdóttir, former assistant editor of Lögfræðingur; Jón Fannar Ólafsson, editor of Lögfræðingur; Hjalti Ómar Ágústsson, Masters Degree student at the University of Akureyri (HA) with a special assistance from Pétur Dam Leifsson, Law Professor at the University of Iceland (HÍ).

 


Efnisyfirlit


Núverandi tölublað

Birgir Örn Guðmundsson:
Hverjir geta verið arfþegar að fyrirframgreiddum arfi?
Jón Steinar Gunnlaugsson:
Jón Steinar Gunnlaugsson um árin í Hæstarétti
Ólafur Ragnar Grímsson:
Our Ice-dependent World
Stefán Eiríksson:
Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og persónuvernd

Síðasta tölublað

Andrés Már Magnússon:
Vernd kjarasamninga, hver eru lágmarkskjör?
Ásdís Auðunsdóttir:
Frá ritstjóra
Bjarni Sigursteinsson:
Samræmist bann við skipulögðum glæpasamtökum gildandi mannéttindum á Íslandi?
Giorgio Baruchello:
The President of the Republic in the Italian Constitution
Hjördís Olga Guðbrandsdóttir:
Ávarp formanns Málfundafélags Þemis
Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir:
Störf Þemis síðastliðið ár
Skúli Magnússon:
Stjórnskipuleg staða þjóðaréttar að íslenskum lögum
Þorsteinn Hjaltason:
Samsömun

Fréttir

22.3.2015 Ritrýnireglur Lögfræðings 2015
28.1.2014 Stutt viðtal við Tim Ward - Q&A with Tim Ward
1.3.2013 Um tímaritið Lögfræðing


Lögfræðingur ©2022 - Ljósmynd í haus: Stefán Erlingsson - Vefsíðugerð: 800.is/DESIGN