Lögfræðingur annast útgáfu samnefnds tímarits og heldur utan um málfundastarf nemenda lagadeildar Háskólans á Akureyri.
Á aðalfundi Þemis þann 22. febrúar 2013 var samþykkt að sameina Málfundafélag Þemis og tímaritið Lögfræðing og starfa þau nú undir einu nafni, Lögfræðingur. Þessar breytingar voru gerðar með það að markmiði að efla og styrkja starf beggja félaga enda tengist vinna þeirra um margt og starfar núverandi ritstjórn Lögfræðings eftir þessu nýja sniði.
Fræðiritið Lögfræðingur
Lögfræðingur var fyrst gefið út árið 2006 og hefur útgáfan verið óslitin frá árinu 2008. Stefnt er að því að gefa út eitt ritrýnt fræðrit á ári hverju í hið minnsta. Lögfræðingur starfar samkvæmt þeim kröfum sem stigamatskerfi kennara við opinbera háskóla gerir til slíkra rita.
Hlutverk Lögfræðings og málfundastarf
Í málfundastarfi félagsins felst fyrst og fremst að stuðla að því að nemendur hafi kost á að æfa og auka færni sína í málflutningi og ræðumennsku. Einnig hefur félagið það hlutverk að hvetja nemendur til þátttöku í alþjóðlegum málflutningskeppnum og vera þeim innan handar við undirbúning fyrir slíkar keppnir.
Í ritstjórn Lögfræðings 2015 sitja:
Magnús Smári Smárason, ritstjóri.
Ari Hólm Ketilsson, meðstjórnandi
Davíð Þorsteinsson, ritstjórnarfulltrúi
logfraedingur@fsha.is
Ritnefnd
Guðmundur Alfreðsson Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir |
Birgir Örn Guðmundsson:
Hverjir geta verið arfþegar að fyrirframgreiddum arfi?
Jón Steinar Gunnlaugsson:
Jón Steinar Gunnlaugsson um árin í Hæstarétti
Ólafur Ragnar Grímsson:
Our Ice-dependent World
Stefán Eiríksson:
Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og persónuvernd
Andrés Már Magnússon:
Vernd kjarasamninga, hver eru lágmarkskjör?
Ásdís Auðunsdóttir:
Frá ritstjóra
Bjarni Sigursteinsson:
Samræmist bann við skipulögðum glæpasamtökum gildandi mannéttindum á Íslandi?
Giorgio Baruchello:
The President of the Republic in the Italian Constitution
Hjördís Olga Guðbrandsdóttir:
Ávarp formanns Málfundafélags Þemis
Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir:
Störf Þemis síðastliðið ár
Skúli Magnússon:
Stjórnskipuleg staða þjóðaréttar að íslenskum lögum
Þorsteinn Hjaltason:
Samsömun
22.3.2015 Ritrýnireglur Lögfræðings 2015
28.1.2014 Stutt viðtal við Tim Ward - Q&A with Tim Ward
1.3.2013 Um tímaritið Lögfræðing
Lögfræðingur ©2023 - Ljósmynd í haus: Stefán Erlingsson - Vefsíðugerð: 800.is/DESIGN