Magnús Smári Smárason


Grein birt í: Lögfræðingur 2015

Lögfræðingur 2015

Í dag birtast fyrstu greinarnar í Lögfræðingi 2015, á næstu dögum mun þeim fjölga og með sumrinu mun prentuð útgáfa líta dagsins ljós. Nokkrar tafir hafa verið á útgáfunni en nýjar ritrýnireglur o.fl áttu sinn þátt í að tefja ferlið. Markmiðið var að birta vandaðar ritrýndar fræðigreinar og er það von ritstjórnar að vel hafi tekist til.

Hafa þessar greinar staðist þær fræðilegu kröfur sem koma fram í ritrýnireglum Lögfræðings.

Fh.ritstjórnar 

Magnús Smári Smárason

__________________________________________________________________

Arnar Þór Jónsson lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Gagnrýnin hugsun á vettvangi laga

Útdráttur
Hvað sem líður allri framþróun laga og réttar nú á dögum hafa lögin ekki náð því stigi er unnt sé að vinna hugsunarlaust með þau. Raunar má efast um að vilji manna standi í raun til slíks. Hvað sem segja má um æskilegan um skýrleika laga eða nákvæmni þeirra myndi vart nokkur maður telja rétt að ganga svo langt að segja að lögfræðingum eða dómurum bæri að afsala sér eigin hyggjuviti í störfum sínum. Til þess er ekki hægt að ætlast meðan niðurstöður mála velta á því að draga fram viðeigandi réttarheimildir, flokka þær, skýra og túlka, en síðast en ekki síst, að rökstyðja niðurstöður með vísan til laga og samkvæmt viðurkenndri aðferðafræði. Lögfræðingar bera meiri ábyrgð á réttarkerfinu, þróun þess, vexti og viðhaldi, en þeir sem ólöglærðir mega kallast. Með ábyrgð þessa í huga verður í grein þessari unnið nánar með það sem kalla má undirstöðu auðmýktar og víðsýni, þ.e. kröfur gagnrýninnar hugsunar eins og þær birtast á sviði lögfræðinnar

___________________________________________________________________

Fanney Hrund Hilmarsdóttir lögmaður hjá Rétti

Jafnræði og samræmi í sönnunarkröfum Hæstaréttar í þjóðlendumálum

Útdráttur
Í grein þessari er leitast við að varpa ljósi á sönnunarkröfur Hæstaréttar í þjóðlendumálum. Miðar umfjöllunin að svari við þeirri meginspurningu hvort Hæstiréttur hafi gætt jafnræðis og samræmis við gerð sönnunarkrafna í þjóðlendumálum á Íslandi. Efni greinarinnar byggir á rannsókn á öllum dómum Hæstaréttar í þjóðlendumálum á tímabilinu frá 21. október 2004 (fyrstu þjóðlendudómum Hæstaréttar) til 29. september 2011. Í greininni er rannsókn dómanna kynnt, sönnunarkröfur greindar og bornar saman, með hliðsjón af meginspurningunni. Að lokum eru helstu niðurstöður rannsóknarinnar teknar saman og sett fram rökstutt svar við meginspurningunni. Svar á þá leið að Hæstiréttur hafi ekki gætt jafnræðis og samræmis við gerð sönnunarkrafna í þjóðlendumálum á Íslandi.

___________________________________________________________________

Halldóra K. Hauksdóttir, hdl og Júlí Ósk Antonsdóttir, hdl 

Hvað með föðurinn?:Réttindi forsjárlausra feðra við afsal móður á forsjá

Útdráttur

Foreldrajafnrétti og þá helst réttindi feðra hafa verið nokkuð í umræðunni undanfarið. Greinarhöfundar hafa í störfum sínum séð að lögin gera ekki greinarmun á réttindum mæðra og réttindum feðra, að öðru leyti en því að móðir fer ein með forsjá við fæðingu barns ef foreldrar eru ekki í hjúskap eða skráðri sambúð. Það er þó nokkur munur á réttindum lögheimilisforeldra og umgengnisforeldra, sem oftar eru feður, en það er efni í aðra grein. Greinarhöfundum þótti því sláandi þegar upp kom mál ungs föður sem stóð uppi svo til réttindalaus gagnvart barni sínu af því er virðist af þeirri ástæðu einni að móðir hafði afsalað forsjá barnsins til barnaverndarnefndar.

______________________________________________________________________

Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir lektor við lagadeild Háskólans á Akureyri

Þátttaka í Bankasambandi Evrópu, Evrópskt fjármálaeftirlitskerfi og framsal valdheimilda

Útdráttur

Evrópusambandið tók reglur um fjármáleftirlit til gagngerrar endurskoðunar í kjölfar fjármálakreppunnar sem hófst árið 2008. Komið var á nýju evrópsku fjármálaeftirlitskerfi með þremur eftirlitsstofnunum og evrópsku kerfisáhætturáði. Þá var talið nauðsynlegt að bregðast sérstaklega við skuldakreppunni á evrusvæðinu og dýpka samruna ríkjanna að því er varðar starfsemi lánastofnana með því að koma á miðlægu fjármálaeftirliti og skila- og slitameðferð. Árið 2012 var ákveðið að hefja það ferli. Löggjöf ESB um eftirlitsstofnanirnar bíður þess nú að vera tekin upp í EES-samninginn. Að óbreyttu hefði framsal valds  til þeirra ekki samrýmst stjórnarskrá Íslands og því verða reglurnar um þær teknar upp í samninginn á grundvelli sérstaks samkomulags sem náðist á haustdögum 2014 milli EFTA-ríkjanna og ESB. Með samkomulaginu verður jafnframt hægt að taka eina stoð bankasambandsins, hið samræmda regluverk sem varðar innri markaðinn, upp í EES-samninginn. Í nóvember árið 2014 tók Seðlabanki Evrópu við ábyrgð á fjármálaeftirliti með lánastofnunum á evrusvæðinu sem er liður í því að koma á sérstöku bankasambandi. Fjallað er um bankasambandið og þrjár stoðir þess með áherslu á eftirlitsþáttinnn en gert er ráð fyrir því að önnur ríki ESB en evruríki geti tekið þátt í því kjósi þau svo og byggist það þá á sérstöku fyrirkomulagi um nána samvinnu við Seðlabanka Evrópu. Í greininni er ekki fjallað um hagræn áhrif bankasambandsins heldur um hugsanlega þátttöku EFTA-ríkjanna í því, hvers fyrir sig eða sameiginlega, og stjórnskipuleg álitamál því tengt að því er Ísland varðar. Þátttaka í bankasambandinu er ekki hluti af EES-skuldbindingum en hið sameiginlega eftirlitskerfi, sem er ein stoð bankasambandsins, varðar engu að síður framkvæmd á löggjöf á sviði innri markaðarins. Kjósi Ísland að sækjast eftir að taka þátt í hinu miðlæga eða sameiginlega eftirlitskerfi reynir á stjórnskipulegar heimildir. Má færa rök fyrir því að ekki sé útilokað að slíkt framsal valds fái staðist að óbreyttri stjórnarskrá séu skilyrði fyrir því uppfyllt.  

 

 

 




Fréttir:


Ritrýnireglur Lögfræðings 2015

22.3.2015 - Magnús Smári Smárason skrifar...

Nýjar ritrýnireglur hafa verið gefnar út fyrir Lögfræðing en með þeim er ætlunin að tryggja gæði tímaritsins og að greinar sem þar birtast uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til akademískra fræðigreina.

 

Ritrýnireglur 2015


Stutt viðtal við Tim Ward - Q&A with Tim Ward

28.1.2014 - Jón Fannar Ólafsson skrifar...

Í tilefni þess að ár er liðið frá því að dómur var kveðinn upp í ICESAVE málinu fyrir EFTA-dómstólnum þá birtum við hér stutt viðtal sem Lögfræðingur tók við Tim Ward, lögmann Íslands í ICESAVE málinu fyrir EFTA-dómst&... Smelltu hér til að lesa nánar


Um tímaritið Lögfræðing

1.3.2013 - Lögfræðingur skrifar...

Tímaritið Lögfræðingur er gefið út á vegum Þemis, félags laganema við Háskólann á Akureyri. Fyrsta tölublað tímaritsins kom út haustið 2006, og síðan þá hefur útgáfa þess verið árlegur viðburður. Nafngift tímari... Smelltu hér til að lesa nánar




Fyrri síða | 1 | Næsta síða

Efnisyfirlit


Núverandi tölublað

Birgir Örn Guðmundsson:
Hverjir geta verið arfþegar að fyrirframgreiddum arfi?
Jón Steinar Gunnlaugsson:
Jón Steinar Gunnlaugsson um árin í Hæstarétti
Ólafur Ragnar Grímsson:
Our Ice-dependent World
Stefán Eiríksson:
Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og persónuvernd

Síðasta tölublað

Andrés Már Magnússon:
Vernd kjarasamninga, hver eru lágmarkskjör?
Ásdís Auðunsdóttir:
Frá ritstjóra
Bjarni Sigursteinsson:
Samræmist bann við skipulögðum glæpasamtökum gildandi mannéttindum á Íslandi?
Giorgio Baruchello:
The President of the Republic in the Italian Constitution
Hjördís Olga Guðbrandsdóttir:
Ávarp formanns Málfundafélags Þemis
Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir:
Störf Þemis síðastliðið ár
Skúli Magnússon:
Stjórnskipuleg staða þjóðaréttar að íslenskum lögum
Þorsteinn Hjaltason:
Samsömun

Fréttir

22.3.2015 Ritrýnireglur Lögfræðings 2015
28.1.2014 Stutt viðtal við Tim Ward - Q&A with Tim Ward
1.3.2013 Um tímaritið Lögfræðing


Lögfræðingur ©2023 - Ljósmynd í haus: Stefán Erlingsson - Vefsíðugerð: 800.is/DESIGN